Tilkynnt um neyðarblys í Eyjafirði

Laugardagur 11. mars 2006

Maður á Svalbarðsströnd hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga kl. 20:10 og tilkynnti að hann hefði séð blys á lofti innarlega í Eyjafirði. Við nánari athugun kom í ljós að ekki var um eiginlegt neyðarblys að ræða en lögreglan á Akureyri kannar málið betur.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.