Þyrluútkall vegna vélsleðaslyss sunnan Langjökuls

  • GNA_BaldurSveins

Laugardagur 12. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálpanes vestan við Hvítárvatn sem er sunnan Langjökluls. Talið er að hinn slasaði sé fótbrotinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF  var þá að lenda við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið við leitina á Sólheimajökli og var þyrlan TF-GNA strax gerð klár fyrir útkallið og fór í loftið skömmu síðar. Áætlað er að þyrlan komi að slysstað kl. 16:55 og að lent verði við Landspítalann í Fossvogi milli kl. 17:30 og 18:00.