Rúmlega þúsund manns skoðuðu Þór á Akureyri

  • ThorAkrueyriThorgBald-(5)

Þriðjudagur 30. nóvember 2011

Varðskipið Þór var á mánudag og þriðjudag opið til sýnis við Oddeyrarbryggju á Akureyri. Þokkaleg aðsókn var að skipinu, um 1100 manns komu um borð og var greinilegur áhugi fyrir tækjabúnaði og verkefnum varðskipanna. Fékk áhöfnin margar gagnlegar spurningar frá gestum á öllum aldursskeiðum.  Samstarfsaðilar Landhelgisgæslunnar fjölmenntu til að skoða varðskipið og má þar nefna sýslumann, lögreglu, björgunarsveitir, slökkvilið, sjúkraflutningaaðila, hafnarstarfsmenn og tollgæslu. Kynntu þau sér ýmsa notkunarmöguleika skipsins á sviði leitar, björgunar, eftirlits, lög- og auðlindagæslu.

Reiknað er með að varðskipið Þór verði aftur til sýnis á Akureyri sumarið 2012 og er þá áætlað að vera við bryggju yfir helgi.

Myndir Þorgeir Baldursson,

www.123.is/thorgeirbald

ThorAkrueyriThorgBald-(1)
Þór við bryggju á Akureyri

ThorAkrueyriThorgBald-(4)
Gestir streymdu um borð

ThorAkrueyriThorgBald-(3)
Sýslumaður og lögreglumenn spjalla við Sigurð Steinar Ketilsson, skipherra

ThorAkrueyriThorgBald-(2)
Páll Geirdal, yfirstýrimaður sýnir tækjabúnað í brúnni

IMG_4213
Gestir skoða björgunarbáta

IMG_4209
Í brúnni

IMG_4216

IMG_4192
IMG_4193

IMG_4197

IMG_4204

AkureyriIMG_4171
Gangan upp í brú getur verið erfið fyrir smáfólkið

IMG_4206
Jóhann bryti í brúnni

AkureyriIMG_4170
Spjallað við gestina

IMG_4218
Dúkkurnar sem eru notaðar í björgunaræfingum

IMG_4196

IMG_4194
Snjóhríð á Akureyri

IMG_4195