Jólasamverustund starfsmanna í flugskýli Landhelgisgæslunnar

  • JolasamkomaLHG2011-052

Mánudagur 12. desember 2011

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar var í gær haldin í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Er jólastundin árviss viðburður og ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Er þar komið saman til að hlýða á upplestur jólaguðspjallsins, gæða sér á gómsætum heimatilbúnum veitingum og óska samstarfsfólki gleðilegrar jólahátíðar.

JolasamkomaLHG2011-043
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flytur ávarp

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp og fór stuttlega yfir viðburðaríkt ár í starfsemi Landhelgisgæslunnar. Verkefni erlendis með þátttöku fjölmargra starfsmanna hafa skilað sér í gríðarlegri reynslu og aukinni þekkingu allra sem komið hafa að. Flugvélin Sif er ennþá staðsett á Ítalíu en von er á henni til landsins rétt fyrir jól. Samþætting við starfsemi í Keflavík vegna öryggismála og loftrýmiseftirlits hefur almennt gengið vel og eru viðamikil verkefni framundan með varðskipinu Þór. Næstu átján mánuðir verða nýttir til fulls við prófanir og þjálfun áhafna varðskipsins  þar sem reynt verður og tæki og búnað til hins ýtrasta, þ.e. meðan á ábyrgðartíma skipsins stendur.

JolasamkomaLHG2011-053
Erla Arnoddsdóttir les upp úr jólaguðspjallinu

Erla Arnoddsdóttir starfsmaður Landhelgisgæslunnar í Keflavík las upp úr jólaguðspjallinu og Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri afhenti starfsmönnum sem hafa fagnað merkisafmælum á árinu gjafir frá Landhelgisgæslunni og starfsmönnum hennar.

JolasamkomaLHG2011-070

Var síðan hlýtt á jólasöngatriðið áður en starfsmönnum var boðið upp á ljúffengar veitingar framreiddar af Jóhanni Gunnari Arnarssyni, bryta á varðskipinu Þór og Bergvini Gíslasyni bryta á varðskipinu Ægi.

JolasamkomaLHG2011-022
Jóhann Gunnar Arnarsson bryti leggur síðustu hönd á veisluborðið


JolasamkomaLHG2011-026

JolasamkomaLHG2011-003

Margrét Óskarsdóttir, Linda María Runólfsdóttir, Ólafur Friðfinsson og  Erla Arnoddsdóttir, starfsmenn í Keflavík

JolasamkomaLHG2011-014

Thorben J. Lund, Auðunn F. Kristinsson, yfirstýrimenn, Sigurður Ásgrímur, yfirmaður sprengjudeildar, Ingvar Kristjánsson, yfirmaður skipatæknideildar og Halldór Gunnlaugsson, skipherra.

JolasamkomaLHG2011-006

Ólafur Pálsson yfirvélstjóri, Gylfi Geirsson, forstöðumaður og Halldór B. Nellett, skipherra og í leyfi sem framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

JolasamkomaLHG2011-011

Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður, Björn J. Gunnarsson, háseti og Eiríkur Bragason stýrimaður

JolasamkomaLHG2011-002

Edda Guðrún Guðnadóttir, Garðar Steinþórsson, Björgvin Ingimarsson og Skúli Haraldsson, starfsmenn í Keflavík.

JolasamkomaLHG2011-017

Martin Sövang, sprengjusérfræðingur, Gestur K. Pálmason og Ragnar M. Georgsson starfsmenn sprengjudeildar.

JolasamkomaLHG2011-010

Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og Hjalti Sæmundsson, yfirvarðstjóri í stjórnstöð

JolasamkomaLHG2011-018

Einar Hansen, vélstjóri, Páll Egilsson, yfirvélstjóri, Guðrún Hildur Einarsdóttir, háseti, Birkir Pétursson, vélavörður, Óskar Ármann Skúlason, bátsmaður og Skúli Sigurbjörn Jóhannesson, varðmaður.

JolasamkomaLHG2011-007

Baldur Harðarson, smyrjari, Ágúst Ómar Valtýsson, varðmaður, Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður og Ágúst Ágústsson, vélstjóri

JolasamkomaLHG2011-089

JolasamkomaLHG2011-085

Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri sjómælingasviðs, Einar H. Valsson, skipherra, Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður og Sigurður Óskar Óskarsson, stýrimaður.

JolasamkomaLHG2011-082

Garðar Steinþórsson, starfsmaður í Keflavík

JolasamkomaLHG2011-080

Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar og starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, Jón B. Guðnason yfirmaður í Keflavík og Harpa Karlsdóttir, skrifstofu

JolasamkomaLHG2011-083

Halldór Gunnlaugssson, skipherra, Hrafnhildur B. Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, Guðmundur Emil Sigurðsson, yfirstýrimaður, Jónas Ágústsson og Grétar Þór Björgvinsson, aðstoðarmenn í flugskýli. 

JolasamkomaLHG2011-073