Sprengjusveitin eyðir hættulegu efni fyrir Sorpu

  • 013

Miðvikudagur 21. desember 2011

Eitt af verkefnum sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er að eyða efnum sem hætta getur stafað af. Landhelgisgæslunni barst nýverið aðstoðarbeiðni frá Sorpu vegna eyðingar á efni sem barst þeim í efnakari rannsóknarstofu,  sem kemur reglulega til vinnslu hjá Sorpu. Um var að ræða Pikrik sýru (Picric Acid) og hafði  ein flaska efnisins gefið sig og sýran kristallast í vatni.

Um var að ræða fimm flöskur sem voru í mismunandi ástandi. Gerðu sprengjusveitarmenn efnið öruggt hjá Sorpu og fluttu það síðan til eyðingar. Var þetta í þriðja skipti á árinu sem efni sömu tegundar hafa farið til eyðingar hjá sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.

Pikri sýru (Picric Acid) er m.a. notað á rannsóknastofum en efnið er einnig sprengiefni og var m.a. notað í fallbyssukúlur í fyrri og seinni heimstyrjöldinni. Efnið fannst m.a. í fallbyssukúlum í flaki El Grillo á botni Seyðisfjarðar og varaði Landhelgisgæslan við að sprengiefnið verði sérstaklega viðkvæmt með aldri og geti slík kúla sprungið við tiltölulega lítið högg.

Myndir frá sprengjusveit LHG og

013


015

012