Hæstiréttur heimsótti Þór

  • Thor_RVK_32

Föstudagur 13. janúar 2011

Dómarar og starfsfólk Hæstaréttar Íslands heimsótti nýverið varðskipið Þór og fengu þau kynningu á möguleikum varðskipsins í björgunar-, eftirlits-, og löggæsluaðgerðum.

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur og Páll Geirdal, yfirstýrimaður tóku á móti gestunum og útskýrði skipherra fyrir gestunum tækni og tækjabúnað varðskipsins sem er að mörgu leyti mjög ólíkur búnaði varðskipanna Ægis og Týs enda 36 ára aldursmunur á milli Þórs og Týs sem kom til landsins 1975. Munar þar t.d. sérstaklega um samhæft stjórnkerfi, dráttargetu, olíuhreinsibúnað, slökkvibúnað, þyrlueldsneytisbúnaður, fjölgeislamæli og fleira. Voru gestirnir vera mjög áhugasamir um varðskipið og fannst heimsóknin gagnleg í alla staði.

12012012_HeimsoknThor2

12012012_HeimsoknThor3

12012012_HeimsoknThor1

12012012_HeimsoknThor4