TF-LÍF í Noregi

  • LIFIMG_0216

Miðvikudagur 25. janúar 2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF hefur frá 13. janúar sl. verið staðsett í Noregi þar sem verið er að framkvæma á henni stóra skoðun, svokallaða G-skoðun. Starfsmenn úr Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar taka þátt í verkinu og segja þeir framkvæmdina hafa gengið vel fram til þessa. Gæðakröfur gera ráð fyrir að þessi skoðun fari að jafnaði fram á 12 ára eða 7500 flugtíma fresti. Er þetta í fyrsta sinn sem TF-LÍF fer í þessa skoðun og er hún jafnframt sú umfangsmesta sem þessar þyrlur fara í gegnum. Þyrlan er öll tekin í sundur, skrokkur hennar og fylgihlutir skoðaðir af nákvæmni og viðgerðir með tilliti til sprungumyndana og tæringar. Í lok skoðunar er vélin svo máluð. Áætlað er að TF-LÍF verði að nýju orðin útkallshæf í byrjun apríl.

Mynd frá Flugtæknideild LHG.