TF-SYN lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld

  • SYN_Koma

Sunnudagur 5. febrúar 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF SYN lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar  kl. 21:30 í kvöld eftir um fjögurra klukkustunda flug frá Færeyjum. TF-SYN er af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332 L1, sömu tegundar og TF LIF og TF GNA.  Er þyrlan leigð til 12 mánaða af Knut Axel Ugland Holding AS sem einnig á þyrluna TF GNA.

SYN_BBG
Brynhildur Ásta Bjartmarz, flugmaður, Benóný Ásgrímsson, flugstjóri ásamt
Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar við komuna til Reykjavíkur.


SYN_ahofn
Áhöfn TF-SYN, Benóný Ásgrímsson, Brynhildur Ásta Bjartmarz og Daníel Hjaltason, flugvirki/spilmaður.

Ákveðið var að þyrlan fengi íslensku einkennisstafina TF-SYN en loftför Landhelgisgæslunnar hafa jafnan verið skírð eftir persónum í norrænni Goðafræði. Heitir þyrlan eftir gyðjunni Syn sem varnar óviðkomandi inngöngu í hallir ása og mælir á þingum gegn þeim sem henni þykir sanna mál sitt með ýkjum og lygum. Sums staðar er hún kölluð dyravörður Fensala, bústaðar Friggjar. Síðast bar eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar einkennisstafina TF-SYN en hún kom til landsins 12. janúar 1977. Hefur hún verið á flugsafninu á Akureyri frá árinu 2009.

Nafn þyrlunnar beygist þannig:

Syn um Syn frá Syn til Synjar.

SYN_Koma2
Brynhildur Ásta Bjartmarz er fyrsta konan til að ferjufljúga þyrlu Landhelgisgæslunnar til landsins. Mynd Jón Páll Ásgeirsson.

SYN_Koma1
TF-SYN komin í skýli Landhelgisgæslunnar. Mynd Jón Páll Ásgeirsson.