Aðstoðarbeiðni barst frá bresku strandgæslunni vegna ferðamanna á Vatnajökli

  • FalmouthMRCC

Miðvikudagur 8. febrúar 2012

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 00:44 í nótt aðstoðarbeiðni frá bresku strandgæslunni í Falmouth vegna breskra ferðamanna sem staðsettir voru á Vatnajökli. Höfðu mennirnir lent í slæmu veðri, tjald þeirra skemmst og óskuðu þeir eftir aðstoð eða brottflutningi.  Mennirnir eru mjög vanir fjallamenn, búnir að ganga frá Vestfjörðum og á Vatnajökul á einum mánuði. Aðstoðarbeiðni þeirra var send áfram til Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar og Neyðarlínunnar sem í birtingu kallaði út björgunarfélag Hornafjarðar til aðstoðar. Sjá frétt á heimasíðu Landsbjargar hér.

Mynd af sjóbjörgunarmiðstöðinni í Falmouth fengin frá  Q Local Southport http://www.qlocal.co.uk/southport/