Veiðileyfislaus bátur staðinn að veiðum út af Garðskaga

Fimmtudagur 2. mars 2006.

Áhöfn eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, Synjar, kom að veiðileyfislausum bát að veiðum út af Garðskaga er flugvélin var á eftirlitsflugi síðdegis í gær.  Skipstjórinn fékk fyrirmæli um að draga upp veiðarfærin og halda til næstu hafnar þar sem málið yrði rannsakað.

Lögreglan tók á móti bátnum þegar hann kom að landi og hefur rannsókn málsins staðið yfir í morgun. Meint brot skipstjórans teljast varða við ákvæði laga um fiskveiðistjórnun og laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.  Landhelgisgæslan hefur verið í samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Fiskistofu vegna málsins.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.