Loftrýmisgæsla hefst að nýju

  • KEFIMG_0497

Sunnudagur 26. febrúar 2012

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný 5. mars nk. með komu flugsveitar þýska flughersins til landsins.

Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu um 150 liðsmenn þýska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með fjórar 4 F-4F orrustuþotur.

Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum 6. – 10. mars nk.

Verkefnið verður með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því lýkur þann 30. mars. Er þetta annað árið sem loftrýmisgæsluverkefnin eru í umsjón Landhelgisgæslu Íslands.