Flestir treysta Landhelgisgæslunni

  • LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Mánudagur 5. mars 2012

Landhelgisgæslan nýtur traust 89,8% landsmanna samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í ár tóku 97% afstöðu til könnunarinnar og dreifist traustið nokkuð jafnt á milli kynja og aldurs aðspurðra. Virðist traust landsmanna til Landhelgisgæslunnar hafa aukist lítilsháttar milli ára því fyrir ári síðan kannaði Gallup traust landsmanna fyrir Landhelgisgæsluna og mældist traustið þá 88,5%.

Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana og embætta frá árinu 1993 og var að þessu sinni kannað traust til fimmtán stofnana og embætta.