Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila haldinn

  • Skalva13jan11-163

Mánudagur 12. mars 2012

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara var haldinn sl. föstudag í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Á fundinum var m.a. fjallað um helstu björgunaraðgerðir ársins 2011 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka enn frekar öryggi sjófarenda og loftfara.

Leitbjfundur2012_1
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar setti fundinn og kynnti helstu verkefni Landhelgisgæslunnar og framtíðaráskoranir,  

Leitbjfundur2012_2
Svana Margrét Davíðsdóttir sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu  kynnti breytingar á reglugerð um leit og björgun sjófarenda sem m.a. varða alþjóðasamning  um samstarf við leit og björgun á hafi og í lofti á norðurslóðum.

Leitbjfundur2012_3
Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar fjallaði um helstu björgunaraðgerðir LHG/JRCC-Ísland og samstarfsaðila vegna sjófarenda og loftfara árið 2011.

Leitbjfundur2012_4
Þorsteinn Þorkelsson formaður Landsstjórnar björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fór yfir helstu björgunaraðgerðir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar vegna sjófarenda og loftfara árið 2011 og

Leitbjfundur2012_5
Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnadeildar RLS fjallaði um ábyrgðarskil lögreglu og Landhelgisgæslu, auk þess sem hann sýndi helstu atriði laga og reglugerða sem varða leit og björgun þar ætíð er lögð áhersla á samhæfingu og gott samstarf í björgunaraðgerðum.

Var fundurinn vel sóttur af fulltrúum þeirra aðila sem hlutverk hafa við leit og björgun sjófarenda og loftfara en þeir eru auk Landhelgisgæslunnar,  Almannavarnir, Flugmálastjórn,  ISAVIA , Neyðarlínan, Rannsóknarnefnd flugslysa, Rannsóknarnefnd sjóslysa, Ríkislögreglustjóri,  Siglingastofnun, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands.