Þyrla kölluð út eftir alvarlegt slys um borð í togara

Miðvikudagur 21. mars 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 08:32 í morgun eftir að alvarlegt slys varð um borð í togara sem staðsettur var í Ísafjarðardjúpi. TF-GNA fór í loftið kl. 08:54 og flaug beint að skipinu og sigu sigmaður og læknir um borð og fylgdu skipinu til hafnar á Ísafirði. Lenti TF-GNÁ aftur í Reykjavík kl. 13:38.