Árangursríkt eftirlit Ægis

  • AegirEftirlitIMG_1038-(1)

Föstudagur 30. mars 2012

Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit- og löggæslu á vestur- og norðurmiðum þar sem varðskipsmenn hafa farið til eftirlits um borð í 21 skip og báta á svæðinu. Í kjölfar skyndiskoðana hafa verið gefnar út 2 kærur vegna meintra ólöglegra veiða og 8 áminningar til skipstjóra. Einnig hafa verið gefnar út 3 skyndilokanir í samráði við Hafrannsóknarstofnun eftir að mælingar á afla gáfu of hátt hlutfall smáfisks. Var sigling varðskipsins um svæðið einnig notuð til æfinga og þjálfunar með og án þyrlu Landhelgisgæslunnar.

AegirEftirlitIMG_1038-(16)

Við eftirlit varðskipanna er sérstaklega horft til veiða íslenskra skipa á lokuðum svæðum, ólöglegra veiðarfæra, brottkasts, haffæris, búnaðar fiskiskipa og réttinda áhafna. Við skyndiskoðun eru skipsskjöl, búnaður, lögskráning, atvinnuréttindi yfirmanna, veiðarfæri og afli skoðaður.

Myndir úr safni v/s Ægir

AegirEftirlitIMG_1038-(40)

AegirEftirlitIMG_1038-(20)


IMG_2310