Loftrýmisgæslu lokið

  • F-4F_BaldurSveins-(1)

Föstudagur 30. mars 2012

Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem framkvæmd var af flugsveit þýska flughersins við Ísland er nú formlega lokið en hún hófst þann 10. mars síðastliðinn. Fjórar 4 F orrustuþotur sem notaðar voru til gæslunnar flugu af landi brott í gær og í dag yfirgáfu landið um hundrað liðsmenn þýska flughersins sem unnu að verkefninu.

F-4F_BaldurSveins-(3)

Um tuttugu manns verða á landinu framyfir páska við lokafrágang. Verkefnið var með sama fyrirkomulagi og áður, í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Er þetta annað árið sem loftrýmisgæsluverkefnin eru í umsjón Landhelgisgæslu Íslands og í annað sinn sem liðsveit þýska flughersins annast loftrýmisgæslu við Ísland.

Myndir Baldur Sveinsson
http://www.verslo.is/baldur/newest1.htm