Sjúklingur sóttur um borð í togskip

  • GNA2

Föstudagur 20. apríl 2012

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 19:55 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni vegna veikinda skipverja á íslensku togskipi sem var statt um 25 sml frá landi.  Ástand sjúklings var ekki metið lífshættulegt en samt sem áður þyrfti viðkomandi að komast sem fyrst til læknis.

Þyrluvakt var kölluð út kl. 20:02 og fór TF-GNA í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 20:39. Komið var að skipinu kl 21:58 þegar það var statt um 14 sml frá landi. Sigu læknir og sigmaður um borð og undirbjuggu sjúkling undir flutning og var hann síðan hífður um borð. Haldið var frá skipinu kl. 22:24 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 23:40 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti sjúkling á Landspítalann.