Rússneskur togari óskar eftir aðstoð

  • GNA_E1F2236

Miðvikudagur 2. maí 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:25 aðstoðarbeiðni frá áhöfn rússnesks togara sem staðsettur er um 260 sjómílur frá Reykjavík. Reynt var að halda símafund með lækni þyrlunnar en vegna tungumálaörðugleika gekk það illa. Var því Vera Kalashnikova rússneskumælandi túlkur fengin til aðstoðar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Fékk hún ásamt Hannesi Petersen þyrlulækni þær upplýsingar frá lækni um borð í togaranum,  að um væri að ræða veikan skipverja sem ekki er lífshættulega veikur en samt sem áður verður hann að komast á sjúkrahús. Komist var að þeirri niðurstöðu að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi sækja manninn.  

Togarinn siglir nú á auknum hraða til lands en þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið kl. 05:00 í fyrramálið til að sækja sjúklinginn. Þá verður skipið staðsett um 100 sjómílur frá landi.  

Að sögn varðstjóra LHG var mikill léttir að fá túlk til aðstoðar við þessar aðstæður. Sjá hér myndir af Veru Kalashnikovu túlk og Hannesi Pedersen þyrlulækni að störfum í stjórnstöð.

VeraK_russntulkur
HannesP_thyrlul