Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann í Reykholt

Laugardagur 18. febrúar 2006.
 
Læknir í Borgarnesi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga gegnum Neyðarlínuna kl. 16:16 og óskaði eftir þyrlu í viðbragðsstöðu vegna manns sem hafði slasast á vélsleða á Langjökli.
 
Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, fór í loftið kl. 16:40 og var komin í Reykholt stundarfjórðungi síðar en þangaði hafði slasaði vélsleðamaðurinn verið fluttur með sjúkrabíl.
 
Þyrlan lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:30.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr

<
Úr myndasafni: Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar.