Hættuástandi aflýst í Meðallandsbugt

  • Myndir_vardskipstur_013

Laugardagur 19. maí 2012 kl. 00:50

Landhelgisgæslan hefur nú aflýst hættuástandi í Meðallandsbugt og er línubáturinn Páll Jónsson GK7 kominn með Kristbjörgu VE-071 í tog og gengur vel, skipin fjarlægjast land.

Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Vestmannaeyjum og Höfn, björgunarsveitir af Suðurlandi og nærstaddir bátar sem komnir voru til aðstoðar eru nú á leið af svæðinu. Einnig mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljótlega halda til Reykjavíkur.