Þyrla LHG kölluð út eftir slys í Stykkishólmi

  • GNA2

Mánudagur 4. júní 2012

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var að undirbúast fyrir eftirlitsflug síðdegis í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlunnar eftir að eldri maður slasaðist í Stykkishólmi. Fór þyrlan í loftið kl. 18:51 og lenti á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 19:30. Var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 19:37 og lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:09.