Áhöfn v/s ÞÓR þjálfar notkun olíuhreinsibúnaðar

  • CIMG0886

Þriðjudagur 5. júní 2012

Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins ÞÓRS m.a. þjálfað notkun olíuhreinsibúnaðar og olíuvarnargirðingar varðskipsins sem ekki hefur áður verið í notkun hér á landi en sænska strandgæslan og norska strandgæslan að hluta, hefur notað hliðstæðan búnað með góðum árangri. Norska- og sænska strangæslan tóku þátt í  hreinsun eftir óhappið þegar GOÐAFOSS strandaði í Oslóarfirði í febrúar 2011 og gekk það ágætlega.

CIMG0879

Við æfingarnar hefur áhöfnin hreinsað upp ímyndaða olíumengun í hafinu og hefur eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur aðstoðað við að leggja út olíuvarnargirðinguna (oil boom)  sem lokar af flæði olíunnar. Aðstoðarbátur/skip, í þessu tilfelli Baldur,  tók við línu girðingarinnar og sigldi með hana í boga til að loka af hið mengaða svæði. Var þvínæst lögð út olíuskilja (oil  skimmer).  sem dældi 100 tonnum af olíu á klst. í tanka skipsins sem eru upphitaðir og geta tekið 675 rúmmetra af olíu. Æfingarnar hafa gengið ágætlega og verður þeim haldið áfram í samstarfi við Umhverfisstofnun og hafnaryfirvöld.

CIMG0876

CIMG0893
Baldur_IMG_2154
Thor_mengbunIMG_2271
Thor_mengbunIMG_2311
Thor_aefing1

Thorsaefing-101

Thor_og_Baldur1