Rýnifundur vegna Dynamic Mercy

  • _MG_0566

Föstudagur 8. júní 2012

Í vikunni var haldinn rýnifundur vegna æfingarinnar Dynamic Mercy fór fram í apríl síðastliðnum. Var æfingin tvískipt og með þáttöku þjóða við Norður Atlantshaf. Þær þjóðir sem aðila áttu á fundinum voru auk Íslands, Noregur, Bretland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Belgía, Holland, Þýskaland og Rússland. Atlantshafsbandalagið tók einnig þátt í æfingunni sem hefur farið fram árlega til margra ára.

07062012DynamMercy
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar býður gesti velkomna til fundarins.

Stjórnstöð  Landhelgisgæslunnar /JRCC Ísland og björgunarmiðstöðvar við Norður-Atlantshafið bera þungann af æfingunni en tilgangur hennar er að þjálfa borgaralega og/eða hernaðarlega stjórnendur og starfsmenn björgunarmiðstöðvanna í ýmsum aðstæðum sem upp geta komið á svæðinu. Í ár voru æfð viðbrögð við flugatviki ásamt viðbrögðum og samhæfingu aðgerða vegna mögulegs eldgoss á Jan-Mayen.

07062012DynamMercy2 Á rýnifundinum var farið yfir niðurstöður hvers svæðis fyrir sig og leitað eftir atriðum sem geta bætt vinnu og verkferla í samhæfingu leitar og björgunar,  samvinnu á milli þjóða/svæða bæði við raunverulegar aðstæður (leit og björgun) en einnig þegar verið er að æfa viðbragð og fyrirfram skilgreind atriði. Eru niðurstöður dregnar saman í heildarskýrslu sem verður birt síðar í sumar.

Sjá fréttir á heimasíðu LHG frá æfingunum.

Æfing við Færeyjar þ. 10.apríl, sjá hér.

Æfing við Jan Mayen þ. 25.apríl, sjá hér