Áhöfn Þórs við eftirlit á Reykjaneshrygg

  • 2012-02-05-Thor-c

Laugardagur 30. júní 2012

Varðskipið ÞÓR  var nýverið við eftirlitsstörf á NEAFC svæðinu (North East Atlantic Fisheries Commission)  á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. Þegar komið var á svæðið voru þar tuttugu erlendir togarar,  eitt erlent flutningaskip, eitt erlent olíuskip og tólf íslenskir togarar.  Íslensku  togaranir voru að veiðum fyrir innan fiskveiðimörkin en erlendu togaranir voru að veiðum í tveim hópum utar.

TorJuni2012(6)
Aflinn á vinnslulínunni

Fóru varðskipsmenn til eftirlits um borð í ellefu togara frá Rússlandi, Spáni, Portúgal og Færeyjum en einnig voru á svæðinu togarar frá Litháen, Þýskalandi og Noregi. Að sögn skipverja höfðu aflabrögð togarana verið léleg að undanförnu. Úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg hafa staðið yfir frá 10. maí og hafa eftirlitsskip frá Frakklandi og Spáni einnig sinnt eftirliti svæðinu. 

Sjá reglugerð um veiðar úr úthafskarfastofnum 2012.

TorJuni2012(7)
Rússneskur og færeyskur togari að veiðum

TorJuni2012(2)
Þýskur togari

TorJuni2012-(3)
Varðskipsmenn á leið um borð í rússneskan togara

TorJuni2012(1)
Franskt eftirlitsskip

TorJuni2012(4)
Afurðir sem mjöl

TorJuni2012(5)
Frosnar afurðir