Áhöfn Týs  við eftirlit um borð í færeyskum skipum og bátum

  • Faereftirlit_6

Þriðjudagur 17. júlí 2012

Varðskipið Týr var nýverið við eftirlit á suðvestur, suður, suðaustur og austurmiðum. Varðskipsmenn fóru m.a. um borð í sjö færeyska handfæra og línubáta, íslenska togara og dragnótabáta. 

Við eftirlit um borð í færeysku bátunum kom í ljós aflamagn var í samræmi við tilkynningar til Landhelgisgæslunnar. Færeysku skipin hafa tilkynnt um 33.500 tonn á árinu, þar af  30.140 af loðnu, en kvótinn var 30.000 tonn samkvæmt reglugerð nr.  056/2012. Botnfiskvótinn er 5600 tonn eins og undanfarin ár, þar af má þorskur ekki vera meira en 1200 tonn.

Faereftirlit_1
Varðskipsmur um borð í færeyskum handfærabát

Í leiðangri varðskipsins var einnig öldumælisdufli ásamt legufærum lagt út undan Kögri og vinnu við ljósdufl sinnt fyrir Siglingastofnun Íslands í Faxaflóa, mynni Hvalfjarðar, Skerjafirði og í Breiðafirði. Sjá frétt.

Myndir Snorre Greil.

Faereftirlit_3
Veiðar á karfa

Faereftirlit_5
Kafteinninn gerir afla

Faereftirlit_4

Faereftirlit_6

Faereftirlit_7

Faereftirlit_8

Faereftirlit_9

TYR_Rifsdufl
Ljósdufl lagt út við Rif