Gott samstarf þyrluáhafnar og lögreglu við umferðareftirlit

  • GNA3_BaldurSveins

Þriðjudagur 31. júlí 2012

Um helgina flaug þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- GNA með lögreglumenn til eftirlits um uppsveitir Árnessýslu austur eftir þjóðvegi 1 inn á Mýrdalssand og þaðan inn á Syðra Fjallabak . Gekk eftirlitið mjög vel en afskipti voru höfð af sex ökumönnum sem óku of hratt.  Á vef Fréttablaðs Suðurlands kemur m.a. fram að lögreglan telur að eftirlit út þyrlu hafi forvarnargildi og dregið hafi úr utanvegaakstri og vonandi hraðakstri á fáfarnari vegaköflum þar sem ökumenn eiga síður von á að lögreglumenn séu á ferð.   Sjá fréttina á dfs.is

Segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi að áhafnir þyrlanna og lögreglumenn noti hvert tækifæri til að stilla saman strengi og ná upp og viðhalda færni við þyrlueftirlitið.