TF GNA sótti veikan sjómann

  • GNA2

Þriðjudagur 7. ágúst 2012

Síðastliðinn föstudag um klukkan hálfsjö bað skipstjóri á íslensku togskipi um samband við þyrlulækni vegna sjúklings um borð. Að höfðu samráði við þyrlulækni var ákveðið að sækja manninn. Skipið var staðsett var  u.þ.b. 90 sjómílur vestur af Reykjavík og var þeim tilmælum beint til skipstjóra að sigla í átt að landi.

TF-GNA fór í loftið um klukkustund síðar og var komin að skipinu kl. 08:13. Hífíng gekk vel og voru aðstæður góðar. Þyrlan lenti síðan við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 09:04 þar sem sjúkrabíll tók við sjúklingi og flutti á Landspítala.