Líf flutti slasaðan mann frá Blönduósi til Reykjavíkur eftir bílslys við Húnaver

Þriðjudagur 17. janúar 2006.

Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk beiðni um aðstoð þyrlu vegna bílslyss við Húnaver í Langadal kl. 23:18 í gærkvöldi.  Neyðarlínan gaf samband við lækni sem var á staðnum og óskaði hann eftir þyrlunni.

Áhöfn Lífar, stóru björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, var þegar kölluð út. Fór þyrlan í loftið kl. 23:57 og var komin til Blönduóss kl. rúmlega 1 en þangað hafði hinn slasaði verið fluttur.  

Þyrlan hélt af stað til Reykjavíkur kl. 1:20 og lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 2:18.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.