Þyrla kölluð út til leitar í nágrenni Hafnar

  • TF-LIF_8625_1200

Sunnudagur 19. ágúst 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á laugardag kl. 17:26 að beiðni lögreglunnar á Höfn vegna franskrar ferðakonu sem hafði fallið í klettum og slasast á höfði. Ekki var vituð nákvæm staðsetning hennar en talið var að hún væri í nágrenni Geitfells. Fór TF-LÍF í loftið kl. 18:09 og var komin á svæðið kl. 20:10. Skömmu áður hafði björgunarsveitarmaður fundið konuna í klettum í Efstafelli og kveikti hann á blysi til að auðvelda fyrir þyrlunni. Seig stýrimaður niður til þeirra og var konan hífð upp í þyrluna ásamt björgunarsveitarmanninum. Var síðan haldið á Höfn í Hornafirði þar sem lent var kl. 20:31. Eftir læknisskoðun var ákveðið að konan yrði þar eftir og fór þyrlan frá Höfn kl. 20:59 og lenti í Reykjavík kl. 22:42.

Mynd Baldur Sveinsson