Neyðarskeyti frá flutningaskipinu Wilson Tyne

Sunnudagur 15. janúar 2006.

Í morgun urðu varðstjórar í vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varir við neyðarskeyti á stuttbylgju en það reyndist koma frá flutningaskipinu Wilson Tyne sem var á leið til Grundartanga.  Skipið hafði orðið vélarvanta 200 sjómílur norðaustur af Langanesi.  Varðstjórar höfðu þá samband við umboðsmann skipsins á Íslandi og ákvað hann í samráði við eigendur skipsins í Noregi að láta norskan dráttarbát sækja skipið. 

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.