Starfsmenn innanríkisráðuneytisins kynntu sér starf LHG

  • IRR_9w

Mánudagur 15. október 2012

Landhelgisgæslan fékk nýverið starfsfólk innanríkisráðuneytisins í heimsókn þar sem þau kynntu sér helstu verkefni og áskoranir Landhelgisgæslunnar sem m.a. felast í leit og björgun, öryggis-, löggæslu og eftirliti á hafinu, öryggis- og varnartengdum verkefnum, sjúkraflutningum, sprengjueyðingum auk sjómælinga- og sjókortagerðar.

Heimsóknin hófst í flugskýli Landhelgisgæslunnar og var síðan haldið í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð þar sem var heilsað upp á starfsmenn sjómælingasviðs og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Einnig var litið við hjá Neyðarlínunni, fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og í Samhæfingarstöð Almannavarna. Lauk heimsókninni í varðskipinu Þór þar sem Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og Einar Hansen vélstjóri kynntu getu og helsta búnað varðskipsins.

IRR_1w
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð gestina velkomna

IRR_3wIRR_2w
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs kynnti starfsemina

IRR_4w
Níels B. Finsen, verkefnisstjóri hjá sjómælingasviði sagði frá verkefnum þeirra.
Hann skartaði bleiki bindi í tilefni af bleika deginum.

IRR_6w
Sagt frá stjórnstöðinni og verkefnum hennar en hún gegnir lykilhlutverki í allri starfseminni.

IRR_7w
Samhæfingarstöð Almannavarna.

IRR_9w
Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra útskýrir helstu tækin í brúnni