Sýndu veggspjöld um dýpismælingar og efnistöku

  • Veggspjald

Þriðjudagur 6. nóvember 2012

Landhelgisgæslan tók nýverið þátt í ráðstefnu LÍSU, Samtökum um landupplýsingar á Íslandi. Þar sýndu Landhelgisgæslan og Orkustofnun tvö veggspjöld sem þessar stofnanir unnu saman.

Gerður var samanburður á dýpismælingum í Hvalfirði, annars vegar frá árinu 1940 og hins vegar frá 2010. Almenn niðurstaða er sú að ekki er um miklar breytingar að ræða, ef frá eru talin svæði sem notuð hafa verið til efnistöku.

Einnig var kynnt athugun á efnistöku í Kollafirði, en þar hafa verið greindir yfir 20 efnistökustaðir.

Þessi sömu veggspjöld voru kynnt á vetrarmóti Norrænna jarðfræðinga fyrr á árinu. Einnig verða þau kynnt á ráðstefnu Félags landfræðinga um miðjannóvember.

Höfundar veggspjalda.
Árni Þór Vésteinsson, Björn Haukur Pálsson, Níels Bjarki Finsen, Sigríður Ragna Sverrisdóttir frá Landhelgisgæslunni og Bryndís G. Róbertsdóttir hjá Orkustofnun.

Smellið á myndir til að sjá pdf skjal.

Changes-in-seabed-topography

Marine-aggregate-dredging