Mynd frá sjómælingum við Surtsey komst í úrslit

  • Surtsey

Föstudagur 15. nóvember 2012

Tvær myndir sem unnar voru af starfsmönnum sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar komust nýlega í úrslit alþjóðlegrar samkeppni sem haldin var um myndir í almanak 2013 fyrir Caris http://www.caris.com . Caris er alþjóðlegt fyrirtæki, staðsett m.a. í Bretlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og Ástralíu sem framleiðir hugbúnað notaðan við úrvinnslu mæligagna og framleiðslu á sjókortum (pappírs og rafrænum).  

Önnur myndanna verður notuð í almanakið fyrir 2013 en hún var unnin úr sjómælingum við Surtsey af þeim Ágústi Magnússyni, Birni Hauki Pálssyni og Árna Þór Vésteinssyni.

Hér má sjá allar myndirnar sem komust í úrslit en myndir Landhelgisgæslunnar eru á tímanum nr. 01:10 og 06:10.