Þyrla LHG til aðstoðar við björgun verðmæta úr Jónínu Brynju

  • RGB_Sigm_1

Miðvikudagur 28. nóvember 2012

Landhelgisgæslunni barst í gærmorgun beiðni frá tryggingafélagi Jónínu Brynju, sem strandaði við Straumnes síðastliðinn sunnudag, þar sem óskað var eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði fengin til aðstoðar við að bjarga verðmætum úr bátnum. Fólst aðstoðin í að koma mannskap með öruggum hætti á strandstað og vera öryggisins vegna til taks á svæðinu. Einnig myndi þyrlan, ef tími og aðstæður leyfðu, flytja búnað yfir í bát sem beið á svæðinu.

Eitt af hlutverkum Landhelgisgæslunnar felst í að vera til aðstoðar við verðmætabjörgun og var því ákveðið að verða við beiðninni.  TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavík kl. 11:40 og lenti aftur í Reykjavík kl. 18:44.