Samningur undirritaður um samvinnu við eftirlit með mengun sjávar

  • 29112012_Vakort7

Þriðjudagur 4. desember 2012

Umhverfis- og auðlindaráðherra Svandís Svavarsdóttir opnaði síðastliðinn fimmtudag í Sjóminjasafninu nýtt veftækt vákort af Norður – Atlantshafi með upplýsingum um þá þætti sem eru í hættu ef verður mengunarslys á hafsvæðinu. Kortið er samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Færeyja og Grænlands, afrakstur formennskuverkefnis Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2009. Kortið má nálgast á vefslóðinni www.nasarm.is. Í vikunni tók einnig gildi reglugerð um viðbrögð við bráðamengun.

Við sama tækifæri undirrituðu Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Gunnlaug Einarsdóttir, staðgengill forstjóra Umhverfisstofnunar, samning um samvinnu stofnananna við eftirlit með mengun sjávar í íslenskri mengunarlögsögu. Markmið samningsins er að vernda hafið umhverfis Ísland gegn mengun og athöfnum sem geta stofnað heilbrigði manna í hættu, geta skaðað auðlindir hafsins og raskað lífríki þess, spilla umhverfinu eða hindra lögmæta nýtingu hafs og stranda.

29112012_Vakort4
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Gunnlaug Einarsdóttir,
staðgengill forstjóra Umhverfisstofnunar, undirita samningininn

Landhelgisgæslan annast eftirlit með hafsvæðum umhverfis Ísland úr lofti og af sjó en mengunareftirliti er einnig sinnt í gegnum gervitungl. Í samningnum segir m.a. að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sjái, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, um móttöku gervitunglamynda frá gervitunglagreiningarþjónustu Siglingaöryggisstofnun Evrópu  (EMSA) í gegnum CleanSeaNet.

CleanSeaNet er þjónusta sem með hjálp gervitunglamynda sýnir mögulega mengunarflekki á hafi ásamt skipagreiningu. Þjónustan gefur þannig möguleika á að finna og fylgja eftir mengun á hafi, vakta bráðamengun á meðan af henni stafar hætta/ógnun og hjálpar til við að bera kennsl á það sem veldur menguninni. Til að greina hvaðan mengunin kemur er í kerfinu hægt að samkeyra myndirnar með sjálfvirku auðkennikerfi skipa. Þegar mögulegir olíuflekkir eru greindir á gervitunglamyndum fer nánari rannsókn í gang og ef um raunverulega mengun er að ræða tilkynnir Landhelgisgæslan atvikið til Umhverfisstofnunar.

Nánari upplýsingar um mengunareftirlit með notkun gervitunglamynda má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar:

á heimasíðu EMSA:

og á myndskeiði um CSN á heimasíðu EMSA:

29112012_Vakort6

29112012_Vakort3
Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur voru viðstödd athöfnina