Þyrla LHG sækir slasaðan göngumann á Skarðsheiði

  • Jokull_thyrlaLHG

Laugardagur 19. janúar 2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:40 barst beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs göngumanns við Heiðarhorn á Skarðsheiði.  Viðkomandi var í gönguhóp en hafði fallið og slasast á fæti og mjöðm.

Þyrlan TF LIF fór í loftið kl 13:18 og kom á vettvang kl. 13:35. Lent var á staðnum og var hinn slasaði var búinn til flutnings með þyrlunni og kom aðstandandi einnig með.  Farið af vettvangi kl 13:57 og lenti þyrlan við Landspítala Háskólasjúkrahús Fossvogi kl. 14:08.  Aðstæður voru erfiðar á vettvangi sökum íss en aðgerðin gekk að öðru leyi vel.

Mynd úr safni LHG