Varðskipið Týr fylgist með loðnuveiðum - fiskiskipaflotinn annars dreifður um grunnslóð

  • Björgunaræfing á Akureyri

Þriðjudagur 29. janúar 2012

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar eru 100-150 skip að jafnaði á sjó innan lögsögu Íslands þessa dagana, þar af 22 erlend loðnuskip.  Loðnuflotinn er um 80 sjómílur út af Gerpi og hefur varðskipið Týr fylgt flotanum eftir síðustu daga og hefur áhöfn þess farið til eftirlits um borð í skipin.

Fiskiskipaflotin er annars dreifður um grunnslóð en mest er umferðin við Suðvesturland og fyrir austan land.  Bræla er á norður og norðvesturmiðum fram á miðvikudagskvöld og ísing á Grænlandssundi og Norðurdjúpi.  Sex skyndilokanir eru í gildi, flestar fyrir Vesturlandi, nánari upplýsingar um þær eru á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.