Aukið úthald tækja Gæslunnar á árinu 2012

  • Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Fimmtudagur 7. febrúar 2012

Ný samantekt Landhelgisgæslunnar yfir úthald á tækjum hennar árið 2012 sýnir umtalsverða aukningu á viðbragði Gæslunnar miðað við fyrra ár. Varðskipin voru samtals 304 daga á sjó innan íslenska hafsvæðisins í samanburði við 230 daga á sjó árið 2011. Útkallsstaða á þyrlum Landhelgisgæslunnar jókst einnig á árinu, en þann 5. febrúar bættist þyrlan TF-SYN í flugflotann en hún er sömu tegundar og þyrlurnar TF-LIF og TF-GNA . Aldrei kom upp sú staða á árinu 2012 að engin þyrla væri til taks en þrjár þyrlur voru til taks 66 daga ársins og tvær þyrlur 272 daga ársins sem er nokkuð betri niðurstaða en árið á undan.

Þyrlan TF-LIF fór í viðamikla skoðun á árinu sem stóð yfir í u.þ.b fjóra mánuði og fór fram í Noregi. Sjá frétt hér.  Varðskipið Þór fór einnig til Noregs þegar skipt var um vél og fór sú framkæmd fram frá 5. febrúar - 4. maí 2012, sjá frétt. Frá mars 2012 hefur Landhelgisgæslan verið með harðbotna bátinn Flóka í prófunum fyrir Rafnar/OK Hull sjá hér og nýtist hann vel í ýmiskonar eftirlit á grunnslóð.     

TF-LIF_8625_1200   
                                  
Í því skyni að afla tekna til reksturs Landhelgisgæslunnar hefur stofnunin frá árinu 2010 sinnt verkefnum erlendis, m.a. fyrir Landamærastofnun Evrópu og Evrópusambandið. Niðurstöður vegna erlendra verkefna  árið 2012 liggja ekki endanlega fyrir en þó er ljóst að tekjur vegna þeirra verða töluvert lægri en árið 2011. Hér fyrir neðan er samanburður sem gerður var fyrir árin 2008-2011.


2011 2010 2009 2008





Heildarútgjöld 4.986 3.592 2.868 2.870
Heildartekjur -1.528 -1.001 -243 -213
þar af v/erl. verkefna 1.236 775

Heildarútgjöld umfram sértekjur 3.457 2.591 2.625 2.657
framlag ríkissjóðs 3.402 2.835 2.904 2.604
Afgangur/ halli -56 244 279 -53
afgangur (-halli) frá fyrra ári 475 125 -155 -101
Uppsöfnuð staða í árslok 419 369 125 -155

Á árunum 2010 og 2011 skiluðu erlendu verkefnin Landhelgisgæslunni samtals 2 ma.kr. í tekjur. Samanlagður rekstrarafgangur af þeim nam um 680 m.kr. samkvæmt útreikningum stofnunarinnar.

Uppsafnaður afgangur í árslok 2011 var notaður til að fjármagna skoðunina á þyrlunni TF LIF, eftirliti með flugvél, þyrlum og varðskipum  auk almenns rekstrar.  Erlendu verkefnunum hefur bæði fylgt faglegur og fjárhagslegur ávinningur. Uppsafnaður tekjuafgangur var að fullu notaður á árinu 2012.