TF-LÍF sótti slasaða konu að Gígjökli

  • 2013-02-18-1043

Mánudagur 18. febrúar 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti rétt fyrir klukkan tvö við Landspítalann í Fossvogi með konu sem hlaut höfuðáverka í grjóthruni sem varð rétt fyrir hádegi við Gígjökul á Þórsmerkurleið. Þyrlan var kölluð út kl. 12:15 og fór hún í loftið kl. 12:31. Flogið var beina leið á slysstað en búið hafði verið um konuna í björgunarsveitarbíl. Var hún flutt yfir í þyrluna og var farið að nýju í loftið kl. 13:21 og var sem fyrr segir flogið með hana á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent kl. 13:52.

Myndir - áhöfn TF-LÍF

2013-02-18-1041
Merkt fyrir lendingarstað þyrlunnar

2013-02-18-1042
Læknir og sigmaður/stýrimaður í fylgd björgunarsveitarmanna

2013-02-18-1043
TF-LÍF við Gígjökul

2013-02-18-1046