Draugaskip rekur um Norður Atlantshafið

  • Orlova

Miðvikudagur 27. febrúar 2013

Eins og fram kom í frétt á heimsíðu LHG þann 19. febrúar rekur nú mannlaust 4000 tonna skemmtiferðaskip austur af Nýfundnalandi, NA- eða A af svæði sem kallast Flæmski Hatturinn. Skemmtiferðaskipið "Lyubov Orlova" var skilið eftir austur af Nýfundnalandi undir lok janúar með ferilvöktunarbúnað í gangi svo hægt yrði að fylgjast með reki þess en staðsetningar hættu að berast frá  búnaðinum í byrjun febrúar.

Í sl. viku var talið að rek skipsins væri um 1-2 sjómílur á klst. til norðausturs og var LHG þar með ljóst að ef svo héldi áfram mundi skipið reka inn í leitar og björgunarsvæði Íslands og síðar íslensku efnahagslögsöguna á innan við mánuði.

Engin leið er að vita staðsetningu draugaskipsins "Lyubov Orlova" fyrr en sjónræn staðfesting fæst. Ýmsar getgátur eru um staðsetningu sem eru byggðar á gervitunglamyndum og má í erlendum fjölmiðlum lesa sér nánar til um það.  M.a. hér.

Sjá frétt LHG þann 19. febrúar