Kanada kemur til loftrýmisgæslu

  • Gunnolfsvfjall

Fimmtudagur 7. mars 2013

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 18. mars nk með komu flugsveitar kanadíska flughersins.  Alls munu um 170 liðsmenn kanadíska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með sex  F-18 orrustuþotur og eina eldsneytisbirgðavél. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum þ.e. Akureyri og Egilsstöðum frá 20. – 23. mars.

Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland og er ráðgert að verkefnið verði unnið með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því ljúki um miðjan apríl.

Myndin sýnir radarstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli.