Vilhjálmur Óli Valsson, yfirstýrimaður og sigmaður látinn

  • Villi_AS

Þriðjudagur 2. apríl 2013

 Vilhjálmur Óli Valsson, yfirstýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, lést sl. laugardagskvöld á Landspítalanum eftir stranga baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tilkynnti starfsmönnum Landhelgisgæslunnar um andlát Vilhjálms Óla í morgun. Georg sagði að Vilhjálmur hefði tekist á við erfið veikindi af einstæðu æðruleysi, dugnaði og elju sem einkenndi Vilhjálm og öll hans störf.

„Hann barðist hetjulega til síðustu stundar og skildi við með sömu reisn og einkenndi allt hans stríð.

Við hugsum til barnanna hans fjögurra og eiginkonu og fjölskyldunnar allrar sem tengist Landhelgisgæslunni svo sterkum böndum,“ sagði Georg.

Vilhjálmur Óli greindist með krabbamein í vélinda fyrir um einu ári og vakti hann mikla athygli í tengslum við áheitasöfnunina Mottumars en hann stóð uppi sem sigurvegari einstaklingskeppninnar.

Villi-og-Frikki
Félagarnir Vilhjálmur Óli og Friðrik Höskuldsson stýrimenn TF-SIF í byrjun mars mánaðar 2013.
Fara yfir upplýsingar vegna samæfingar eininga Landhelgisgæslunnar.

Eldgos_VOV_FRH_AS
Vilhjálmur og Friðrik safna gögnum í flugi með vísindamenn yfir eldstöðvar Eyjafjallajökuls

31052010SIF1
Áhöfn TF-SIF með Georg Kr. Lárussyni forstjóra í maí 2010. Vilhjálmur Óli lengst til hægri.