Kanadíska flugsveitin með fjölskyldudag

  • 20130406_121107

Laugardagur 6. apríl 2013

Í dag var starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, ISAVIA, kanadíska sendiráðsins og annarra samstarfsaðila, ásamt fjölskyldum,  boðið í opið hús hjá kanadísku flugsveitinni sem stödd er hér á landi. Þotur, eldsneytisvél og ýmiss búnaður þeirra var til sýnis og boðið var upp á gómsætar kanadískar pönnukökur með hlynsírópi. Einnig var slökkvibíll frá Keflavíkurflugvelli til sýnis og þyrla Landhelgisgæslunnar kom við og fengu gestirnir að skoða þyrluna og spjalla við áhöfnina. Löng biðröð myndaðist til að skoða stjórnklefa F-18 þotu og útskýrðu flugmennirnir helstu stjórntæki þotunnar.

Heimsóknin vakti mikla lukku, gestgjafarnir höfðu augljóslega gaman að og voru rúmlega þrjúhundruð manns sem þáðu boðið. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegan dag og góðar móttökur.

20130406_121156
Margir biðu eftir að skoða stjórnklefa þotunnar.

Kanada_thyrlaLHG
Áhöfn þyrlu LHG kíkti í heimsókn

20130406_130035
Spennandi að skoða stjórnklefann

20130406_130233
Gaman að spjalla við gestgjafana og þeir sýndu ýmsan búnað sinn

20130406_130859
Klár í flug

Kanadaopidhus4
Slökkvibíllinn vakti líka mikla athygli

20130405_115549
Mynd tekin í flugi kanadísku flugsveitarinnar.