Varðskipið Ægir vísar fiskiskipi til hafnar

  • IMG_2589_fhdr

Fimmtudagur 18. apríl 2013

Skipstjórnarmenn á greiningarsviði Landhelgisgæslunnar urðu þess varir í morgun að fiskiskip, sem statt var undan Norðurlandi, var bæði haffærislaust og með lögskráningarmál áhafnar í ólagi. Varðskipið Ægir, sem statt var á svæðinu, var sent til eftirlits um borð í skipið og bar eftirgrennslan þeirra saman við upplýsingakerfi Landhelgisgæslunnar . Var þá skipinu vísað til hafnar með þeim fyrirmælum að skipið færi ekki aftur á sjó fyrr en málin væru komin í lag. Jafnframt mun Landhelgisgæslan kæra málið til viðeigandi lögreglustjóra.

Um borð í skipinu voru einungis þrír lögskráðir. Um borð vantaði lögskráðan stýrimann og vélavörð,  sem þarf samkvæmt lögum að vera um borð í skipi af þessari stærðargráðu og með það vélarafl sem um ræðir.

IMG_2653_fhdr
Myndir af Ægir. Guðmundur St. Valdimarsson.