TF-SIF sækir sjúkling til Færeyja

  • SIF_MG_1474

Föstudagur 19. apríl 2013

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 17:00 beiðni frá yfirvöldum í Færeyjum um að flugvél Landhelgisgæslunnar myndi sækja alvarlega veikan einstakling til Voga í Færeyjum og flytja hann til Reykjavíkur. TF-SIF fór í loftið rétt fyrir kl. 19:00 í kvöld og er flug á staðinn áætlað um tvær klukkustundir. Reiknað er með að flugvélin snúi aftur um miðnætti og verður þá sjúklingurinn fluttur á Landspítalann.

Um mánuður er síðan TF-SIF flutti sjúkling frá Færeyjum til Reykjavíkur og er heilbrigðisstarfsfólks mjög ánægt með vinnuaðstöðu um borð í flugvélinni. Skiptir það auðvitað miklu máli þegar fluttir eru mikið veikir sjúklingar sem þurfa á gjörgæslumeðferð og aðhlynningu að halda nánast samfellt allt flugið. 

EMS-2
Mynd úr safni LHG