Gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa og Breiðafjörð

  • GNA2

Þriðjudagur 23. apríl 2013

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa og Breiðafjörð.  Samkvæmt upplýsingum úr flugskýrslu var flogið yfir skyndilokun nr. 45, út af Snæfellsnesi og var þar enginn bátur að veiðum. Þá var haldið að reglugerðarhólfi í Breiðafirði þar sem er í gildi bann við botnvörpu,dragnót og kolanet, flogið var yfir togbáta við hólfið.

Þá var haldið áfram inn Breiðafjörð og framhjá reglugerð um bann við línuveiðum norður af Grundafirði. Flogið var inn í botn á Breiðafirði og þaðan yfir í Faxaflóa þar sem flogið var í gegnum reglugerðahólf þar sem öll netaveiði bönnuð og var engar baujur að sjá.

Í fluginu var samtals flogið yfir þrettán skip og var ekkert athugavert við þau að sjá. Flugveður á svæðinu: Norðan 15 hnútar, 3/8 ský í 2500 fetum og rigning í grennd.