Tundurdufl fannst við leit tundurduflaslæðara

  • Bellis

Miðvikudagur 15. maí 2013

Sprengjusérfræðingar og kafarar Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu verið við æfingar og leit neðansjávar með flota tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins sem eru í heimsókn hér við land.

Við leitina í dag fann belgíska skipið BNS Bellis breskt tundurdufl í Hvalfirði á 33 metra dýpi sem tilheyrir kafbátagirðingu sem var lögð út í seinni heimstyrjöldinni. Duflið fannst með sónar skipsins og köfuðu síðan kafarar Landhelgisgæslunnar niður til að auðkenna það.  Ákveðið var að eyða tundurduflinu þar sem erfitt var að segja til um hvort hleðsla þess væri virk. Tundurdufl geta verið hættuleg skipum ef þau lenda í veiðarfærum. Fjöldamörg dæmi eru um slík atvik og geta tundurdufl sprungið þrátt fyrir að hafa verið í áratugi neðansjávar. Eftir eyðingu duflsins fóru síðan kafarar aftur niður til að kanna hvort aðgerðin heppnaðist og gerði hún það.

MCM1Belis_-(3)

Kafarar Landhelgisgæslunnar eru þjálfaðir samkvæmt NATO stöðlum og hefur verið mjög gagnlegt fyrir þá að nýta grunnþekkingu sína og þekkja þeir vel til verklagsreglna sem flotinn notar í störfum sínum. Einnig hefur verið ánægjulegt fyrir þá að geta miðlað af reynslunni hér við land.

Flotinn samanstendur af fimm skipum sem fyrst og fremst sinna mannúðarstarfi, þau eru ORP Czernicki frá Póllandi, BNS Bellis frá Belgíu, FGS Weilheim frá Þýskalandi, HNOMS Hinnøy frá Noregi og HNLMS Urk frá Hollandi.

Skipin verða hér á landi fram yfir helgi, á morgun eru áætlaðar áframhaldandi æfingar og leit neðansjávar en á föstudag verða skipin við æfingar með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Dufl2
Köfun að duflinu

Dufl3
Dufl1

MCM1Belis_-(5)
MCM1Belis_-(4)
IMG_3653
IMG_3654
Myndir frá áhöfn Bellis.
Mynd af Bellis fengin af vefsíðunni.