Vetur á Gunnólfsvíkurfjalli

  • 29-Mai-2013-003

Miðvikudagur 29. maí 2013

Þrátt fyrir að orðið sé vorlegt á höfuðborgarsvæðinu er ekki sömu sögu að segja á Gunnólfsvíkurfjalli þar sem Landhelgisgæslan sér um rekstur ratsjár- og fjarskiptastöðar.  Sjá myndir sem voru teknar í morgun.

29-Mai-2013-002

Fjórar ratsjár- og fjarskiptastöðvar eru reknar hér á landi vegna íslenska loftvarnakerfisins. Ein þeirra er á Miðnesheiði á Reykjanesskaga, önnur á Bolafjalli við Bolungarvík, sú þriðja á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og sú fjórða á Stokksnesi við Hornafjörð.  Framkvæmd loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslu fer fram í stjórnstöð NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli (Control and Reporting Centre). Verkefnið er hluti af samþættu verkefni NATO, „NATO intergrated air defence system - "NATINADS“ og er það unnið af starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands.

29-Mai-2013-001