TF-GNA sótti sjúkling um borð í erlent farþegaskip

  • WP_20130530_010

Fimmtudagur 30. maí 2013

Landhelgisgæslunni barst kl 15:14 aðstoðarbeiðni frá norsku farþegaskipi vegna farþega um borð með hjartaáfall
. Skipið var var staðsett um 47 sjómílur suður af Ingólfshöfða og var því strax gefin fyrirmæli um að sigla nær landi til að stytta vegalengd þyrlu í útkalli.  Þyrla var kölluð út kl 15:42 og var þyrlulækni komið í samband við lækni um borð til að fá nánari upplýsingar.  TF-GNÁ fór í loftið kl. 16:14 og var þyrluáhöfn komin í samband við skipið kl. 17:13.  Sjúklingur var kominn um borð í þyrluna kl. 17:42 og var þá flogið til Reykjavíkur og lent kl. 18:39 við Landspítalann í Fossvogi.

Myndir úr útkalli frá áhöfn TF-GNA.


WP_20130530_007

WP_20130530_005

WP_20130530_010

GNA3_BaldurSveins
Mynd af TF-GNA Baldur Sveinsson.