Þyrla Landhelgisgæslunnar fann frönsku stúlkuna

  • TF-LIF_8625_1200

Laugardagur 1. júní 2013 kl. 23:45

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann kl. 23:28 frönsku stúlkuna sem leitað hefur verið að frá því í gærkvöldi milli Vatnsdals og Dumbudals sem er austur af botni Skötufjarðar.  Var hún komin langleiðina yfir Skötufjarðarheiði.

Konan var vel áttuð, köld og blaut en annars þokkalega á sig komin. Þyrlan lenti með konuna kl. 23:45 á Ísafirði. Eftir samráð þyrlulæknis og læknir á Ísafirði var ekki talin þörf á að flytja frönsku stúlkuna með þyrlunni til Reykjavíkur heldur var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Eins og sést á myndunum sem þyrluáhöfnin tók var mjög slæmt skyggni á leitarsvæðinu og þurfti þyrlan að lenda til að bíða eftir að rofaði til. Fór hún síðan í loftið að nýju og fann þá stúlkuna eftir skamma leit.

Leit_fronskkona2

Leit_fronskkona

Leit_fronskkona3

Myndir frá áhöfn TF-LÍF